
Árangur sýnir sig!

Einar Ragnar Haraldsson
Er í besta formi lífs míns núna!!
Eftir að hafa verið í þjálfun hjá Antoni, gæti ekki verið ánægðari með árangurinn minn.
Byrjun ársins 2012 var mér farið að líða illa, ég hafði fitnað alveg hrikalega en einhvernveginn þá var ég bara í afneitun. Það var ekki fyrr en að ég sá mynd af mér þar sem að ég fór að fatta hægt og rólega að ég væri hreinlega bara orðinn feitur! Ég fann hann Anton eftir að ég horfði á þættina hans "Allt eða ekkert" og ákvað að skrá mig í fjarþjálfun hjá honum.
Ég var virkilega ánægður hversu jákvæður hann er og hversu jákvæðan hann gerir mann, ég þorði eigilega ekkert að fá mér svindlmáltíð af því að ég vildi ekki að hann yrði vonsvikinn. Ég byrjaði sem rúm 108 kg og kom mér niður í 85 kg og lækaði niður um 7-9 % í fitu. Allt sem að Toni hefur kennt mér nota ég enn þann dag í dag og ég gæti ekki verið sáttari með sjálfan mig og ég gæti ekki verið sáttari með Tona
Jón Bjarni


Arnar Marteinsson
Lítið annað hægt að segja um Anton en hann skilar árangri.
Hann er þægilegur í viðmóti og viðkunnulegur náungi í alla staði.
Ég náði gríðarlegum árangri með því að fara eftir hans ráðum og gerði það mig hamingjusamari með sjálfan mig.

Guðlaug Gunnarsdóttir
Þegar ég byrjaði í einkaþjálfun hjá Elmu var ég búin að vera allt of þung í langan tíma. Ég var ekki á leiðinni inn á líkamsræktarstöð, fannst ég ekki geta látið sjá mig innan um allt þetta fólk í flottu formi, en vinkona mín taldi mig á að prófa og við byrjuðum saman hjá Elmu. Þetta var ein besta ákvörðun sem ég hef tekið, á rúmu ári missti ég 25 kg, lækkaði um mörg prósent í fitu og minnkaði um fullt af sentimetum. {C}{C}Ég var með astma, fékk endalausar sýkingar og var áskrifandi af sýklalyfjum.
Ég á Elmu mikið að þakka en hún veitti mér endalausa hvatningu og stuðning þennan tíma. Ég er ekki viss um að mér hefði tekist þetta án hennar aðstoðar, hún var alltaf jákvæð, hvatti mig endalaust áfram og það var ekki í boði að gefast upp. Í dag er hreyfing orðin hluti af mínu lífi, mæti daglega í ræktina, byrjaði að stunda fjallgöngur og hlaup og er mun sáttari við sjálfa mig.
Ég hef öðlast nýja heilsu með hreyfingu og breyttu mataræði og í dag er ég laus við öll lyf. Eftir að ég hætti í þjálfun hjá Elmu hef ég ég náð að halda þessum lífsstíl og létta mig enn meira með góðri hjálp frá frábærum þjálfurum í World Class en ég hef líka verið dugleg að sækja námskeið. Það er allt hægt, bara spurning um hugarfar.


Ég byrjaði í þjálfun hjá Elmu í ágúst 2012.
Var með 20 aukakíló á mér eftir barnsburð, fitu upp á tæp 30% og í engu formi. Ég var búin að ná öllum mínum markmiðum í nóvember og (spéhrædda ég :D) ákvað í kjölfarið að fara út fyrir þægindarammann og í fitness þjálfun.
Hefði ekki getað náð þessum árangri án Elmu sem hvatti mig áfram og studdi alla leið. Hún fékk mig meira að segja til að fara úr peysunni á æfingum og yfir í bikiní á sviði. Get ekki lýst því hvað mér líður vel í líkama og sál.
Takk Elma og Anton fyrir allt
Guðrún Snæbjört Þóroddsdóttir
Stærsta hluta ársins 2010 þjáðist ég af hryllilegum sjúkdóm sem nefnist búlimía. Hann heltekur hugann og brýtur niður sjálfsálitið og sjálfsöryggið hjá manni. Í febrúar 2011 fékk ég nóg. Ég var oft orkulaus og líkamlegi styrkurinn var alls ekki sá sami. Ég átti erfitt með að halda á 12 kg. dóttur minni. Félagi minn benti mér á frábæran þjálfara sem hafði hjálpað sér mikið, Anton Eyþór Rúnarsson. Ég var ákveðin í að breytast og hafði því samband. Ég sé alls ekki eftir því!
Ég setti mér lítil markmið í byrjun. Fyrst var það að auka styrkinn. Ég vildi geta haldið á dóttur minni ásamt kannski nokkrum fullum innkaupapokum. Anton var mjög skilningsríkur á sjúkdóminn minn og hélt vel utan um mataræðið hjá mér. Ég mátti alltaf hafa samband ef spurningar vöknuðu. Þetta var erfitt, en ég beit á jaxlinn og herti upp hugann. Ég byrjaði strax að finna mun sem hélt mér gangandi. Anton gaf mér góð ráð sem hjálpuðu mikið, eins og t.d. að taka reglulega myndir af manni. Fyrri myndin er tekin rétt fyrir fyrstu æfinguna. Eftir ár setti ég mér stærri markmið, ég vildi ná að upplifa langþráðan draum; að standa upp á sviði í módelfitnesskeppni. Anton var ánægður með metnaðinn og við hófumst strax handa.
Undirbúningstímabilið var eitt það erfiðasta sem ég hef nokkurn tímann tekið mér fyrir hendur, en með góðum þjálfara sem heldur manni við strikið er þetta mun auðveldara. Ég get alveg játað að mig langaði oft að hætta og gúffa í mig hvað sem er, en þá hringdi ég í þjálfarann minn sem var hálfgerður "sálfræðingur" manns á þessu tímabili og hann peppaði mig áfram því það væri svo stutt eftir. Seinni myndin er tekin daginn fyrir mót. Ég gat það, ég kom mér á svið!
Anton er frábær þjálfari sem trúði á mig! Hann vissi að ég gæti upplifað drauminn minn ef ég vildi það nógu mikið. Ég þurfti bara að aga mig upp. Ég mæli öllum með þessum æðislega manni!
Maren Rún Gunnarsdóttir

Sigríður Þóra Valsdóttir
Ég náði langþráðu markmiði síðustu páska þegar ég keppti á mínu fyrsta fitness móti. Þetta hefði aldrei tekist nema með þeim góða þjálfara sem hún Elma er.
Ég byrjaði hjá henni í september 2012 og þá voru sett niður skýr markmið. Hún hélt mér við efnið allan tímann fram að móti og hvatti mig áfram. Samhliða þessu tók ég þátt í Þinn Líkami lífssstíls átakinu hjá Líkama og lífstíl og varð í öðru sæti.
Með hjálp Elmu náði ég mikilvægu persónulegu markmið og hef ég náð að toppa mitt líkamlega form. Það sem Elma hefur númer 1,2 og 3 er frábær eftirfylgni, það skiptir ÖLLU máli.
