
Meðmæli frá viðskiptavinum EAFitness
Íris Reynisdóttir
Fitness Keppandi
Anton hefur hjálpað mér að komast í besta form lífs míns með metnaði og skynsemi.
Með hans aðstoð hef ég form sem mér óraði ekki fyrr að komast í eftir erfið veikindi.
Metnaðarfull fjarþjálfun, góð eftirfylgni, markmiðasetning, jákvæðni og hvatning. Anton hjalpaði mér að komast alla leið á sviðið í Háskólabíó (Íslandsmót IFBB 2012) og ég trúi því varla ennþá.
Mér líður Stórkostlega!!
Sigríður Sif Magnúsdóttir
Fintess Keppandi
Anton er THE þjálfarinn sem ég var að leyta að og hjálpaði hann mér að komast aftur í gang af heilum hug í líkamsræktinni. Hann er Endalaust jákvæður og hefur veitt mér ómetanlegan stuðning, hvatningu og tíma.
Með aðstoð frá Antoni komst ég í úrslit á Íslandsmótinu í Fitness 2012 í mínu besta formi hingað til. Ég hef sett mér ný markmið og með aðstoð frá Antoni er allt Mögulegt.
Saga Brá Davíðsdóttir
Ég byrjadi i þjálfun hjá Antoni eftir ad ég datt illa af hestbaki.
Þegar öll bein voru gróinn varð ég að byggja mig aftur upp.
Anton lagði áherslu á mataræði og útskýrði afhverju það er svo mikilvægt.
Hann sá til þess að ég gerði allar æfingar rétt og hvatti mig áfram þegar það var erfitt.
Eftir 3 mánuði í þjálfun voru allir verkir í horfnir þökk sé hans æfingum og hans
tilsögn um mataræði og ég var í miklu betra formi en fyrir slysið. Hann tekur tillit til
þess hvað fólk vill og hefur það í huga þegar hann býr til æfingaprógramm.
Ég mæli eindregið med Antoni sem þjálfara.
Elva Kristín Sævarsdóttir
"Ég byrjaði í fjarþjálfun hjá Antoni í júní síðastliðnum, mjög óánægð með sjálfa mig og með lítið sjálfstraust. Í upphafi var ég tæp 80 kg og 31,4% í fitu. Í dag, um 8-9 mánuðum síðar, er ég 63 kg og komin niður í um 20% í fitu auk þess sem ég hef bætt á mig vöðvamassa.
Anton hefur hjálpað mér að komast í miklu betra form en ég hef nokkurn tímann verið í
með sérsniðnum matar- og æfingaprógrömmum, stuðningi, hvatningu og svo er hann með svör á reiðum höndum við öllum mínum spurningum.
Mér finnst einnig mikill kostur að mæta vikulega í mælingar hjá honum því það heldur mér betur við efnið. Mér líður ekki eingöngu betur líkamlega heldur einnig andlega og ég hlakka til að
takast á við og ná enn fleiri markmiðum með hans hjálp því ég er alls ekki hætt.
Þetta er einfaldlega orðið að lífsstíl. Að skrá mig í Fjarþjálfun Antons er klárlega
ein af bestu ákvörðunum sem ég hef tekið í lífinu hingað til og ég get hiklaust mælt með honum.
Gæti ekki hugsað mér betri þjálfara. Hann er snillingur! Þakka þér kærlega fyrir alla aðstoðina,
ég hefði aldrei getað þetta án þín!!"





Telma Lind Sævarsdóttir
Ég byrjaði í fjarþjálfun hjá Antoni í júní á síðasta ári og er það ein besta ákvörðun sem að ég hef tekið. Ég hafði alltaf verið of grönn og með nánast engan vöðvamassa en Anton hefur hjálpað mér að byggja mig upp og komast loksins í kjörþyngd. Anton er mjög metnaðarfullur í sínu starfi og sýnir manni mikla hvatningu. Ég ætla ekki að segja að þetta hafi verið auðvelt en með hans hjálp þá gat ég þetta og í dag þá finnst mér þetta rosalega gaman! Eitt af því sem að mér finnst mikill kostur við að vera hjá Antoni er að hann hefur mælingar einu sinni í viku sem að hjálpar manni að halda sér við efnið. Í dag er ég loksins ánægð með það hvernig ég lít út og sjálfstraust mitt hefur aukist. Takk æðislega fyrir allt saman Anton, þú hefur hjálpað mér svo mikið, ég gæti ekki hugsað mér betri þjálfara en þig, þú ert frábær!

Kristinn Diego
Ég get mælt með Anton sem ,,eðal“ einkaþjálfari. Anton er mjög fróður og skýr í að setja markmið og skýra hvernig maður nær árangur. Ég var alltaf mjög mikið á móti einkaþjálfun því ég hélt að það væri peningasóun. En þegar ég fór á fund með Anton þá náði hann að hvetja mig til að fara í einkaþjálfun. Ég sé aldrei eftir að hafa farið til hans. Ég náði að bæta vöðvamassann og lækkaði fituprósentuna. Eftir þetta skildi ég mjög vel hvað það er mikilvægt að fá leiðbeiningu frá einkaþjálfara og hvað þá frá Antoni, sem er alltaf tilbúinn að standa og hvetja mann. Einkaþjálfun er og hefur verið besta fjárfesting sem ég hef gert. Anton er mjög fljótur að byggja þig upp því hann leggur einnig áherslu á atferlismótun. Ekki eingöngu að lyfta og hlaupa heldur að hugsa jákvætt og hafa trú á sjálfan sig. Anton fær topp meðmæli frá mér sem einkaþjálfari.

Ég hef alltaf verið of feit, allt frá því að ég var barn. Og hef að sama skapi verið í megrun frá því ég var barn og prófað alls konar kúra, einkaþjálfara og allan fjandann. Oft gekk vel í tvo mánuði en eftir kúrinn þyngdist ég alltaf meira en ég hafði tekið af mér. Einn morguninn vaknaði ég og áttaði mig á að ég nennti ekki lengur að vera í endalausum megrunum. Að vera alltaf að hugsa um þetta og vera aldrei nægilega ánægð með mig.
Ég sendi nokkrum einkaþjálfurum póst og endaði á því að hitta Elmu og byrja í þjálfun hjá henni. Ég er svo ótrúlega þakklát að ég ,,lenti“ á henni en ekki einhverjum öðrum þjálfara. Hún hefur staðið sig gjörsamlega frábærlega. Hún segir að þessi góði árangur sé líka mér að þakka og eflaust er það rétt. Ég veit hins vegar að ég var mjög heppin að fá hana sem þjálfara og efast um að þetta hefði gengið svona vel með einhverjum öðrum. Hún er þessi hárfína blanda af hörðum þjálfara sem maður vill þóknast en er samt svo ótrúlega almennileg og frábærlega hvetjandi að manni líður vel með henni. Með rétta þjálfaranum verður þetta allt einhvern veginn miklu auðveldara og skemmtilegra.
Á fyrstu tíu mánuðum missti ég rúmlega fjörtíu kg og Elma á ansi mikið í þeim. Ég á enn eitthvað eftir og verð í þjálfun hjá Elmu þar til ég verð komin í besta form lífs míns.
Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir