top of page

Afhverju sé ég engan árangur

Þetta er spurning sem margir spyrja sig af þegar þeir horfa í spegilinn eða stíga á vigtina. Afhverju gerist ekkert! Afhverju léttist ég ekki! Afhverju ÞYNGDIST ég!!

Mig langar að fara yfir nokkur atriði eða ástæður fyrir því að fólk sér ekki árangur í ræktinni.

1. Taktu á því!! Þegar þú ferð í ræktina þá verðuru að taka á því, þú þarft að svitna og ná púlsinum upp.  Ekki vera með símann í vasanum og vera að spjalla á sama tíma og þú situr í fótapressunni og átt að vera taka á því.  Passaðu einnig á að staðna ekki, ekki vera alltaf með sömu þyngir í gangi, ögraðu líkamanum og taktu á því.

2.  Notaðu vöðvana!!!  Ekki vera bara á hlaupabrettinu og horfa á skjáinn, þú þarft að örva vöðvana.  Vöðvarnir hjálpa þér að brenna fitu og NEI!!! þú breytir ekki fitu í vöðva, vöðvarnir brenna í burtu fitu!!

3. Vertu skipulögð/skipulagður!!! vertu með æfingaprógram og farðu eftir því. Byrjaðu á að hita vel upp og svo skaltu fara og taka á því.  Helst að skella tónlist í eyrun og detta inn í þitt "zone".

4. Æfa Rétt!!! Ef þú finnur ekki fyrir þeim vöðva sem þú ert að æfa, þá ertu að gera þetta vitlaust.  Lykillinn að líkamsrækt er að gera æfingarnar rétt. kemur í veg fyrir meiðsli og gefur af sér árangur.  Ef þú kannt ekki á tækin eða finnst þú vera gera eitthvað vitlaust,, þá skaltu biðja um aðstoð eða fjárfesta í  einkaþjálfara í sal og nýta þann tíma til að hlusta og læra!!

5. Hvíld & næring!! þú verður að sofa nóg!!....  7-8 klst er nauðsynlegt svo að líkaminn Jafni sig eftir erfiða æfingu og ekki kvarta þegar þú færð harðsperrur! það þýðir að þú hafir gert eithvað rétt og þá er mikilvægt að hvíla líkamann og næra hann vel.

6. Næring!! Þú verður að vera meðvituð/meðvitaður um hvað þú ert að setja ofan í þig, ef þú ert að reyna léttast er ekki gott að fá sér HAFRAFITNESS eftir æfingu, það er kaloríubomba .. B-O-B-A! Fáðu þér frekar td. hámark og epli.  Langsniðugast væri að fjárfesta í hreinum próteinidúnk (td. 100% whey prótein), þá bæði spararu pening og veist hvað þú ert að setja ofan í þig.  EKKI sleppa morgunmatnum og mundu að borða reglulega, á  2-3 tíma fresti.  Ekki verðlauna þig á kvöldin eftir erfiða æfingu með að fá þér smá eftir kvöldmat. AGI er það sem þarf til að sjá árangur og við erum Öll með það sem þarf!! Agi & Vilji er það eina sem mun hjálpa þér að ná árangri! Finndu inn innri vilja og spurðu sjálfan/nn þig: "hversu mikið vill ég ná árangri??"

 

7. Þolinmæði!! Ekkert gerist bara 1. 2 og 3!! Líkaminn þarf tíma til að aðlagast nýjum lífstíl, vigtin getur verið að hoppa upp og niður fyrsta mánuðinn og lengur, fer eftir líkamsformi!  Ekki fá kast þegar þú sérð svo vigtina fara aðeins upp, mundu að vöðvar eru 3x þyngri en fita og þegar vöðvamassinn styrkist þá náttúrulega þykkist vefurinn og hann þyngist og það er gott.  Þessi auka vöðvamassi mun hjálpa þér að brenna fitunni sem þú vilt losna við.  Ekki gefast upp!! Haltu áfram!! þetta tekur tíma og heilsan þín er sko vel þess virði!!

8. Jafnvægi! Passa þarf sérstaklega að byggja upp efri líkamann á móti neðri líkama, ef þú ert mikið á brennslutækjunum eða ferð reglulega í spinning! Hlauparar til dæmis mega ekki gleyma að styrkja efri líkamann á móti öllum hlaupaæfingunum.

 

 

 

 

 

Anton Rúnarsson

EAViðtöl
MeiraEfni
HafaSamband

Eafitness.is Stofnað  2013

Skemmtileg viðtöl við skemmtilegt fólk...

 

 

Allt eða Ekkert

 

Allt eða Ekkert eru fræðandi þættir þar sem við fylgjumst með Antoni undirbúa sig fyrir mót.

eafitness, fjarþjálfun, fitness, einkaþjálfun

Verðskrá

Hvað kostar Einkaþjálfun/Fjarþjálfun

hjá EAFitness.is

Smelltu á myndina til að skoða.

Iceland Reykjavík

Elma  GSM: 869 - 2595  

Anton GSM: 845 - 4205
 

  • w-facebook
eafitness, fjarþjálfun, fitness, einkaþjálfun
eafitness, fjarþjálfun, fitness, einkaþjálfun
eafitness, fjarþjálfun, fitness, einkaþjálfun
eafitness, fjarþjálfun, fitness, einkaþjálfun
eafitness, fjarþjálfun, fitness, einkaþjálfun
eafitness, fjarþjálfun, fitness, einkaþjálfun
bottom of page