top of page

Aldrei of seint að byrja

Það er aldrei of seint að byrja að stunda líkamsrækt, rannsóknir hafa sannað að reglubundin líkamsrækt getur hjálpað fólki að jafna blóðþrýstinginn, styrkja vöðva og jafnvel bæta ónæmiskerfið.

Ef þú hefur áhuga á að auka þol, styrk og vellíðan þá er líkamsrækt klárlega málið.  Fyrir nokkrum árum þá var bara mælt með sundi og áreynslulitlum þoltímum eins og erobik, sem er auðvitað gott og blessað og skilar auðvitað sýnum árangri.  Sund er t.d frábær leið til að styrkja liðamót og auka þol.  En kannanir hafa sýnt að lyfta lóðum hefur einnig gríðalega marga kosti fyrir fólk á eldri árum.


Kostirnir við lyftingar.​

Að lyfta lóðum er frábær leið til að styrkja hjartað, fituminni og hraustari líkami þýðir minna álag á hjarta og æðakerfi. Styrktaræfingarnar ásamt hollu og góðu mataræði heldur beinunum sterkari. Beinþynning verður síður vandamál.

Einfaldlega er hægt að segja að manneskja sem stundar líkamsrækt  líður betur í hversdaglegu lífi og sjálfstraustið eykst. ​

Það er vitað mál að niðurbrot vöðva er þekkt vandamál hjá eldra fólki. Það er því mjög skynsamlegt að stunda góðar styrktaræfingar til að  auka styrk og vöðvamassa.  Ef vöðvunum er viðhaldið með reglulegum æfingum, teygjum og auðvitað hollu og næringaríku mataræði þá mun hreyfigetan aukast og líkaminn í heild sinni starfa betur.​

Ekki hugsa að það er of seint að byrja eða ég hef ekki áhuga á líkamsrækt, heilsan þín er það mikilvægasta sem þú átt.  Margir hafa áhyggjur af því að slasa sig eða að líkaminn þeirra hreinlega ráði ekki við svona æfingar.  En þá er lykillinn að byrja rólega, það tekur tíma að byggja upp líkamann.  Ef þú ert smeyk/smeykur við að stíga inn í salinn þá er auðvitað góð fjárfesting að byrja að ráða sér einkaþjálfara sem getur hjálpað þér að byrja.  Líkamsrækt er góð fyrir alla!

Áður en þú byrjar mæli ég með að þú pantir þér tíma hjá heimilislækninum þínum.​

Núna er tíminn ekki hika, Heilsan þín er þess VIRÐI!!

Anton Rúnarsson

Þessi var 70 ára þegar hann ákvað að koma sér í form

Góðar Greinar Tengdar Efninu

EAViðtöl
MeiraEfni
HafaSamband

Eafitness.is Stofnað  2013

Skemmtileg viðtöl við skemmtilegt fólk...

 

 

Allt eða Ekkert

 

Allt eða Ekkert eru fræðandi þættir þar sem við fylgjumst með Antoni undirbúa sig fyrir mót.

eafitness, fjarþjálfun, fitness, einkaþjálfun

Verðskrá

Hvað kostar Einkaþjálfun/Fjarþjálfun

hjá EAFitness.is

Smelltu á myndina til að skoða.

Iceland Reykjavík

Elma  GSM: 869 - 2595  

Anton GSM: 845 - 4205
 

  • w-facebook
eafitness, fjarþjálfun, fitness, einkaþjálfun
eafitness, fjarþjálfun, fitness, einkaþjálfun
eafitness, fjarþjálfun, fitness, einkaþjálfun
eafitness, fjarþjálfun, fitness, einkaþjálfun
eafitness, fjarþjálfun, fitness, einkaþjálfun
eafitness, fjarþjálfun, fitness, einkaþjálfun
bottom of page