top of page

A n d r i    B j ö r n s s o n

Andri var að taka þátt í sterkasti maður íslands! Við hjá EAfitness tókum stutt viðtal við kappann til að fá smá innsýn inn í lífstíl kraftajötunsins.

Hvað ertu búinn að stunda líkamsrækt lengi?

Rúmlega 10 ár.

Á hvaða/hvernig móti varstu að keppa og hvernig gekk?

Ég var að keppa á Sterkasti maður Íslands sem var haldið í Grindavík á sjómannadaginn. Það gekk vonum framar hjá mér og var þetta mitt allra besta mót frá upphafi. Ég endaði í 3. sæti sem er nokkuð gott þar sem ég var næst léttasti keppandinn.

 

Hvað ertu búinn að taka þátt á mörgum mótum?

5 aflraunamótum og 3 kraftlyftingamótum.

Hvað æfiru oft í viku og hvernig ertu að æfa fyrir svona mót?

Ég æfi lyftingar og aflraunir saman 4x í viku í 1 1/2 til 2 1/2 tíma í senn. Svo tek ég eina til tvær auka æfingar í viku þar sem ég er tek core æfingar og góðar teygjur.

Er pláss fyrir önnur áhugamál í þessum lífstíl?

Jájá en ekki mörg. Ég er í jeppasportinu með þessu og það rétt sleppur.

 

 

 

 

Hvernig hljómar matseðill yfir daginn fyrir mann eins og þig?

Morgunmaturinn er oftast hafragrautur með bláberjum, hnetusmjöri og ON mysupróteini frá PERFORM.

09:30 fæ ég mér hafragraut með skyri og hnetusmjöri svo fæ ég mér sömu máltíð 15:30.

Í hádegismat fæ ég mér kjöt eða fisk með meðlæti úr sallatbarnum. Það er mjög misjafnt þar sem ég ræð nú ekki því hvað er í matinn í vinnunni hehe, enn ég borða alltaf eins mikið og ég get í hádeginu.

Eftir æfingu sem er oftast um 19:00  er það 30gr mysuprótein og svo kjöt, kjúkling eða fisk með meðlæti í kvöldmatinn.

Skammturinn fer bara eftir því hvað ég get borðað mikið hehe.

Fyrir svefninn fæ ég mér 30gr casein prótein frá ON sem PERFORM skaffar mér.

Ég er einnig duglegur að drekka aloe vera king drykki á morgnanna og ég drekk alltaf aloe vera king drykk á æfingu.

Við hvað vinnuru?

Ég er vélvirki í Álverinu í Straumsvík.

Hefuru tekið þátt í öðrum mótum eða öðrum íþróttagreinum?

Já ég keppti í unglingaflokki í fitness árið 2005 og svo hef ég keppt í þremur kraftlyftingarmótum með ágætis árangri. Ég setti t.d Íslandsmet í bekkpressu hjá RAW í -110kg flokki og lyfti 195kg án búnaðar.

Ertu með einhverja styrktaraðila?

Perform.is, World Class og Aloe Vera King.

Hvernig tekur fjölskyldan og maki í þetta ?

Bara mjög vel og þeim finnst mjög gaman að fylgjast með mér keppa.

Eru fleiri mót framundan hjá þér?

Já ég er að fara keppa í Vestfjarðarvíkingnum og á Austfjarðartröllinu í sumar.

 

Hversu lengi sérðu fram að keppa í þessari íþrótt?

Ég hef ekki tekið ákvörðun um það enn. Ég vona að ég geti gert það sem lengst þar sem þetta er svo skemmtilegt sport.

 

Hver eru fyrstu skrefin fyrir byrjendur í þessu sporti?

Að mæta í Jakaból og prófa að taka á þessum helstu greinum. Maður er ótrúlega fljótur að bæta sig og læra tæknina. Svo er tilvalið að prófa sig áfram á þessum minni mótum þegar maður er aðeins kominn með tökin á þessu.

Stoltur af stráknum sínum,  ​Björn Rúnar Magnússon

Andri ásamt kærustunni sinni Sigrún Buithy Jónsdóttir

315kg

EAViðtöl
MeiraEfni
HafaSamband

Eafitness.is Stofnað  2013

Skemmtileg viðtöl við skemmtilegt fólk...

 

 

Allt eða Ekkert

 

Allt eða Ekkert eru fræðandi þættir þar sem við fylgjumst með Antoni undirbúa sig fyrir mót.

eafitness, fjarþjálfun, fitness, einkaþjálfun

Verðskrá

Hvað kostar Einkaþjálfun/Fjarþjálfun

hjá EAFitness.is

Smelltu á myndina til að skoða.

Iceland Reykjavík

Elma  GSM: 869 - 2595  

Anton GSM: 845 - 4205
 

  • w-facebook
eafitness, fjarþjálfun, fitness, einkaþjálfun
eafitness, fjarþjálfun, fitness, einkaþjálfun
eafitness, fjarþjálfun, fitness, einkaþjálfun
eafitness, fjarþjálfun, fitness, einkaþjálfun
eafitness, fjarþjálfun, fitness, einkaþjálfun
eafitness, fjarþjálfun, fitness, einkaþjálfun
bottom of page