
Breyttur lífstíll er hugarástand
Ekki megrun, og þessvegna er ekki hægt að hætta, þó eitthvað blási á móti
Nokkrar ábendingar

Elma Grettisdóttir
1. Þú verður að hugsa um hvað þú lætur ofan í þig. Maturinn sem fer inn, er þitt “bensín”. Matur er orka, svo þú skalt ná þér í sem mest af góðri orku. Hugsaðu um hvað líkama þínum hlýtur að ganga vel að nýta hreina, náttúrulega fæðu frekar en gervimat án bragðs, orku og allra almennilegra næringarefna.
2. Matur er bara ein gerð af orku; hugsanir þínar eru líka mikilvæg orkulind. Haltu hugsunum þínum hreinum og jákvæðum. Þetta er eins og með mataræðið; það sem fer um höfuð þitt hefur líka áhrif á alla ásýnd.
Fylltu höfuð þitt af jákvæðum hugsunum og þú munt verða
hamingjusamari.
3. Tilfinningar þínar eru gluggi inn í líkama þinn og sál. Reyndu að gaumgæfa líðan þína daglega. Hvernig líður þér í dag ? Líðan þín segir þér ef hugsanirnar eru í takt við tilfinningarnar. Ef hugsanirnar eru á leið með þig í rétt átt, þá átt sem hentar þér best, þá líður þér vel. Eins, ef hugsanirnar eru að hlaupa með þig í gönur, þá munu tilfinningalegu fálmarnir láta þig vita.
Hlustaðu á hjarta þitt!
4. Hafðu trú á þér og þínum nýja lífstíl. Þú þarft ekki að lifa eins og einhver annar segi þér að lifa. Það er aðeins ein leið til að komast að því hvað er best fyrir þig og hvernig þú þarft að haga lífi þínu; leitaðu inn á við og skoðaðu hugsanir þínar og tilfinningar.
5. Í lífinu laðar þú að þér svipaða strauma og þú sendir frá þér. Sendu frá þér jákvæða orku og þú tekur til þín jákvæða orku. Þegar fólk hefur mikla neikvæða orku, þá er það líklegra til að velja sér óhollan mat. Og á hinn bóginn, þegar þér líður vel og þú hugsar á jákvæðan hátt, þá verðuru móttækilegari fyrir því að velja þér holla fæðu. Ennfremur, þegar þú borðar holla fæðu, þá er líklegra að þér líði vel og að þú hugsir skýrt og jákvætt.
6. Hver einasti dagur (hvert andartak) er nýr dagur. Það er alltaf hægt að breyta neikvæðni í jákvæðni. Þú getur bókstaflega kveikt á jákvæðum hugsunum og slökkt á þeim neikvæðu ef þú tekur ákvörðun um að gera það.
7. Lokaniðurstaðan er sú að þú getur breytt lífi þínu. Þú getur tekið ákvarðanir og staðið við þær. Þú færð að velja: góðan mat, jákvæðan lífstíl, góða heilsu, fallegan líkama, hamingju .. grundvallarheilbrigði.
Þetta er allt í þínum höndum.
