
Að undirbúa sig fyrir svið er gríðarleg vinna og tekur langan tíma og krefst mikinn aga, þess vegna er þetta sport klárlega ekki fyrir alla. Keppendur eru að æfa 2x-3x á dag; brenna, lyfta, brenna meira og svo bætast við trimform / ljósatímar.
Fólk á til með að einangrast frá félagslífinu, fólk í kringum mann fer að halda að maður sé hreinlega bilaður á að vera standa í þessu... En þetta þetta er íþrótt, eins og í flestum íþróttum þarf fólk að æfa strangt þegar það er að undirbúa sig fyrir mót. Passa þarf sérstaklega uppá mataræðið og vera með skipulag á öllu.
Mitt persónulega mat er að fitness & vaxtarækt er sú íþróttagrein sem þarf mestan agann í. Við þurfum að reikna, skipuleggja og vigta það sem við setjum í okkur. Sérsníða æfingarnar til að móta líkamann sem best til þess að ná fram því sem við viljum sýna á sviðinu. Þetta sport snýst um sjálfseflingu og áskoranir, Við skorum á okkar eigin getu til að móta líkamann og koma honum í form sem telst ekki eðlilegt að mælikvarða samfélagsins, til að standa upp á sviði og láta sérfræðinga dæma okkur frá toppi til táar.
En það sem ég vildi koma á framfæri með þessari grein er að keppendur þurfa vera meðvitaðir frá upphafi til enda hvað það er að gera. Það er ekkert vit í því að fólk sem er búið að vera stunda líkamsrækt í nokkra mánuði segi bara "ég ætla keppa núna!". Margir sem hoppa beint í djúpu laugina enda oftast með slæma reynslu af þessu, það er að segja, finnast þetta erfitt og hreinlega missa sig eftir mót og borða allt sem að munni kemst og kunna ekki að stoppa.

Agi, Metnaður & Einbeiting
Leiðin að
Eins og ég sagði hér fyrir ofan er að "svona undirbúningur tekur langan tíma" og keppendur eru að koma sér í keppnisform sem þeir halda ekki 100% allt árið í kring. Keppendur mega ekki hætta að spá hvað þeir setja ofan í sig eftir mót því hjá flestum tekur næsta skref við og það er að halda áfram að móta og byggja líkamann upp. Nota tímann til að meta stöðuna og bæta það sem þarf að bæta fyrir næsta mót.
Ef þú ætlar þér að taka alveg frí frá ræktinni og mataræðinu eftir mót, þá eru miklar líkur á því að þú eigir eftir að þyngjast .. þá ekki af vöðvum heldur fitukg. Þú mátt aldrei hætta að næra vöðvana því þá rýrna þeir og grunnefnaskiptabrennslan minnkar talsvert. Líkaminn er fljótur að sækjast í fyrra ástand og andlega er ekkert mál að hoppa aftur inní "þægindahringinn". Þannig að það sem ég er að segja að við þurfum að halda í agann eftir mót og halda áfram .. fá nýtt og gott prógramm og halda inni mælingum og mataræði. Fyrir flesta keppendur er þetta ekkert mál því að þeir eru í þessu sporti og hafa gaman að því. Finnast gaman af að ögra sjálfum sér og sjá líkamann bregðast við og bæta sig. Það er ekkert eins skemmtilegt og að sigra sjálfan sig og koma inn betri á næsta mót.. því út á þetta snýst þetta fyrst og fremst .. bætingar! Það á að vera krefjandi og skemmtilegt ferli .. annars ertu í röngu sporti. Það er enginn fórnarlamb í þessum geira, þú algjörlega velur upp á eigin spýtur að stíga upp á svið og það eru réttu og bestu forsendurnar!
Mín reynsla á svona undirbúning er bara skemmtileg, þetta er að sjálfsögðu erfitt og krefst mikilla vinnu og tíma. En ég Elska þetta, elska að sjá líkamann mótast og fá að sjá hvað eg er búinn að leggja alla þessa vinnu í. Ef ég finn að andinn er ekki yfir mér, þá er einfaldlega ekki rétti tíminn til að keppa.
Þannig að lokaorðin mín eru; ef þú ætlar þér að taka þátt í fitness eða vaxtarækt þá þarftu að vera meðvituð/meðvitaður um að þú þarft að halda áfram að hugsa um líkamann eftir mót. Það þarf mikla þekkingu til að koma sér í svona form og ef þú ert ákveðinn að taka þín fyrstu skref í átt að sviðinu þá mæli ég hiklaust með að fá þér góðan þjálfara sem hefur reynslu & þekkingu á þessu svið.. ekki bara í gegnum mót undirbúning heldur einnig með framhaldið.


Anton Rúnarsson
Sviðinu