
Hollráð!
Borðaðu alltaf morgunverð. Myndir þú reyna að keyra yfir landið þvert á hálftómum tanki?
Borðaðu fleiri, smærri máltíðir, helst á um 2-3 klst fresti. Það heldur blóðsykri stöðugum og kemur í veg fyrir blóðsykursfall sem veldur oft löngun í sætindi
Mataræðið skiptir 70% máli til að ná árangri.
Drekktu 2-3 lítra af vatni yfir daginn. Líkaminn er um 70% vatn.
Besta leiðin til að ná árangri er að borða skynsamlega, æfa hæfilega mikið, sofa nóg og drekka mikið af vatni.
Slepptu frönskum og majónessósum alveg. Það eru jafn margar hitaeiningar í 1 lítilli sakleysislegri dós af kokteilsósu og heilum hamborgara!
Ekki verðlauna þig á kvöldin fyrir að hafa ekki borðað neitt allan daginn, með því að fá þér snakk eða aðra óhollustu!
Segðu öllum í kring um þig að þú sért að laga mataræðið hjá þér til að þeir geti minnt þig á það, og stutt þig.
Ekki gleyma að verðlauna þig fyrir það sem þú gerir rétt, t.d. með því að hafa frjálsan einu sinni í viku (hóflegan, t.d. eina góða máltíð).
Mundu að þú ert að gera þetta fyrir þig! Engan annan!
Hreyfðu þig 3-5 sinnum í viku, best er að byrja rólega og stigmagna svo álagið
Ef þú hefur verið að bíða eftir rétta tækifærinu til að hefjast handa, hættu því! Gerðu eitthvað strax!