
Hveitikímsuppskriftir
5 bollar ferskt hveitikím
3-4 msk lífræn olífuolía
2 tsk vínsteinslyftiduft - má sleppa
2 msk kanill
2 egg
2 vel þroskaðir stappaðir bananar
Sjávarsalt
Vatn eftir þörfum.
Þurrefnunum blandað saman - olíu, eggjum og banana hrært við og vatni blandað við uns degið er orðið að þykkum graut. Steikt upp úr lífrænni olíu og steikt á pönnu við vægan hita.
Bananakanil hveitkíms-pönnukökur
Pizzabotn
5 bollar ferskt hveitikím
3-4 msk lífræn olífuolía
2 tsk vínsteinslyftiduft - ef vill
1 tsk hvítlaukssalt eða annað krydd
2 egg
4 sneiðar kjúklingaskinka
2 stilkar vorlaukur
ferskt kórander
1 rauð paprika
Sjávarsalt
Vatn eftir þörfum.
Þurrefnunum blandað saman - olíu, eggjum og banana hrært við og vatni blandað við uns degið er orðið að þykkum graut. Steikt upp úr lífrænni olíu og steikt á pönnu við vægan hita.

Klattar
30 g hveitikím
1/2 msk. ítalskar kryddjurtir
1/2 dl vatn (meira ef þarf)
1 msk. olía, bragðlítil t.d. Ísío4
Hitið ofninn í 200°C. Blandið hveitikími og kryddjurtum saman í bolla eða glasi og bætið vatni saman við í smáum skömmtum, hrærið í á milli þar til blandan verður hæfilega þykk og vel samlöguð.
Klæðið ofnplötu með smjörpappír og smyrjið olíu á pappírinn. Hellið „deiginu“ ofan á pappírinn og dreifið úr því þannig að úr verði þunnur og hringlaga botn. Gætið þess að hann sé sem jafnastur á þykkt og að engin göt séu í deiginu.
Bakið í 15-20 mínútur eða þar til botninn virðist laus við nær allan raka.
Taka pizzuna svo út, skella áleggi á og baka aftur í 8-10 mín eða þar til osturinn er bráðnaður.
60 gr hveitikím
salt
vatn (þykkur grautur)
þetta steikti ég á pönnu á báðum hliðum og úr varð þessi fínu brauð.
Hamborgarabrauð
120 gr hvetikím
Slatti af sesamfræjum (ca 50gr)
pínu salt
1 tsk. matarsódi
Vatn þannig að þetta verður eins og þykkur hafragrautur
Sett á plötu (4 kökur 30 gr hver, bakað við 200°c í c.a. 30 mín)
Möguleiki að setja krydd og annað með.
Nota magurt álegg; kjúklingaskinku, fitulítinn ost, kotasælu .. það sem þér dettur í hug ofan á.
Hveitikímsbrauð