top of page

Þjóðráð

Mangó

Þjóðráð er að borða mangó til að viðhalda ferskum andardrætti. Mangó er eins og innyflalyktareyðir vegna þess að hann inniheldur andoxunarefni sem hjálpa til við að eyða illa lyktandi gerlum.

Þegar þú borðar ávexti, skaltu ekki borða melónur með annars konar ávöxtum. Melónur meltast nefnilega hraðar en allir aðrir ávextir. Ef þú blandar melónum saman við annað, þá myndast mikil ólga í maganum og þú veist hvað það þýðir ... VINDGANGUR!​

Ef þú vilt léttast, borðaðu þá hampfræ. Stundum kölluð grenningarfræ. Hrá afhýdd hampfræ innihalda fullkomið hlutfall góðrar fitu sem hjálpar til við að brenna fitu. Þau innihalda líka mjög mikið af steinefnum og góðan slatta af sinki.

Notaðu hrá afhýdd hampfræ frjálslega, sem snakk, í súpur, kássur og dýfur.​

Reyndu að velja alltaf hýðishrísgrjón í stað hvítra. Hvít hrísgrjón skortir flest næringarefni og þú virka oft eins og sykur á líkamann. Hýðishrísgrjón eru hins vegar góð uppspretta B-vítamína, sem eru mjög mikilvæg fyrir nýrnastarfsemina. Nýlegar rannsóknir sýna að þeir sem borða mikið af korni á borð við hýðishrísgrjón geta frekar haft stjórn á þyngd sinni.​

Ekki borða standandi eða á hlaupum. Sestu á meðan þú borðar, hvort sem það er heil máltíð eða snarl. Þú meltir matinn mun betur þegar þú ert afslöppuð.​

Borðaðu mikið af fersku blaðgrænmeti. Grænt grænmeti er auðugt af steinefnum og við þurfum á góðum skammti af þeim að halda ef við ætlum að komast í toppform.​

​​

​Sætt​​​​​​ ​

Ferskir ávextir: vínber, jarðarber, bláber, ferskjur.​

Ávaxtasalat​

Ávaxtahristingar​

Þurrkaðar fíkjur​

Sveskjur​

Döðlur​

Fennika
Eyðir fitu og slími úr meltingarveginum og slær á matarlyst.

 

Adúkí-baun
Er grenningarbaun. Full af þyngdarstjórnandi næringarefnum og hefðar sér eins og svampur sem sogar upp umframvökva í líkamanum. Borða a.m.k. 1x í viku.


Gúrkur
Eru frábært grenningarfæða og vegna þvaglosandi eiginleika sinna eru þær sérstaklga góðar til að koma í veg fyrir þembu. Því skuluð þið ekki fúlsa við gúrkunum, borðið þær og gerið safa úr þeim líka.

Greipávextir
e
ru stútfullir af andoxunarefnum. Mjög gott í morgunmat.

Ekkert jafnast á við bragðið af ferskum grænmetissafa. Ferskur grænmetissafi er mikilvæg uppspretta næringarefna og ef þú drekkur slíka safa reglulega muntu uppskera í hreinni húð, meiri orku og almennt betri heilsu.

Gott er að hafa í huga að þó að manni líki ekki einhver fæða í fyrsta skipti sem maður bragðar hana, þá þarf það ekki að þýða að manni geti ekki þótt hún

góð síðar: Vera víðsýnn!

Ímyndaðu þér hvernig það er að líða frábærlega. Þannig gæti þér auðveldlega liðið.
 


Þang

Er stútfullt af steinefnum á borð við kalsíum.

Borðaðu
grænmeti eins oft og þú getur. Borðaðu það bæði hrátt og soðið og hafðu fjölbreytni í matreiðslunni. Rannsóknir hafa sýnt að kál, spergilkál, rósakál, næpur, væturkarsi og grænkál innihalda næringarefni sem hafa fyrirbyggjandi áhrif gegn krabbameini. Það er líka hollt fyrir lifrina og úrvinnslu eiturefna sem er nauðsynlegt ef þú vilt léttast.

Ef þig langar í eitthvað sætt, fáðu þér þá ávöxt eða rótargrænmeti. Það hefur náttúrulegt sætubragð

EAViðtöl
MeiraEfni
HafaSamband

Eafitness.is Stofnað  2013

Skemmtileg viðtöl við skemmtilegt fólk...

 

 

Allt eða Ekkert

 

Allt eða Ekkert eru fræðandi þættir þar sem við fylgjumst með Antoni undirbúa sig fyrir mót.

eafitness, fjarþjálfun, fitness, einkaþjálfun

Verðskrá

Hvað kostar Einkaþjálfun/Fjarþjálfun

hjá EAFitness.is

Smelltu á myndina til að skoða.

Iceland Reykjavík

Elma  GSM: 869 - 2595  

Anton GSM: 845 - 4205
 

  • w-facebook
eafitness, fjarþjálfun, fitness, einkaþjálfun
eafitness, fjarþjálfun, fitness, einkaþjálfun
eafitness, fjarþjálfun, fitness, einkaþjálfun
eafitness, fjarþjálfun, fitness, einkaþjálfun
eafitness, fjarþjálfun, fitness, einkaþjálfun
eafitness, fjarþjálfun, fitness, einkaþjálfun
bottom of page