
Hvað á ég að vera lengi í ræktinni?
Að stunda líkamsrækt er auðvitað bara gott fyrir okkur, læknar mæla með því að fólk stundi líkamsrækt allt frá 3x í viku og oftar. Það styrkir líkamann, örvar blóðflæðið og eykur þol.
Það sem mig langaði að tala um er hversu lengi ert þú í tækjasalnum...
Ég hef oft tekið eftir fólki sem er á æfingu í 2-3 tíma í senn!! þetta er klárlega of langur tími. Venjuleg æfing á að taka 45-60 mín, ég miða við 15 mín í upphitun og svo 45 mín lyftingar en svo auðvitað er mikilvægt að fara teygja. þannig að hámararks tími gæti verið 1 1/2 til 2 tímar með upphitun, æfingu og sturtu. "inn og út á 2 tímum".
Ég tek oftast 2 vöðvahópa í einu t.d Brjóst & þríhöfða og oftast með æfingafélaga með mér og við miðum okkur alltaf við 45-60 mín rammann. Það hjálpar okkur við að halda tempóinu og vera ekki að stoppa til að spjalla. Einnig er þetta mikilvægt til að halda líkamanum heitum og púlsinum uppi.
Þú græðir ekkert á því að vera lengur á æfingu, líkaminn verður þreyttur og svangur og þú ert ekki að fara bæta líkamann með því. Þú ert bara auka hættuna á vöðvaniðurbroti sem er ekki æskilegt. Einnig er mikilvægt að hafa næringu með sér, umleið og æfingin er búin (45-60mín) þá skaltu fá þér góðan skammt af kolvetnum og Próteinum, því það er mikilvægt að næra líkamann og nýta örvunina í líkamanum beint eftir æfingu til þess að hann fái þau uppbyggingarefni sem hann þarf til að gera við sig eftir erfiða og hnitmiðaða æfingu.
Ég er vanur að fá mér Haframjöl og prótein í hrisstibrúsa ásamt vel völdum vítamínum eftir erfiða æfingu og á nammidögum hoppa ég stundum í ísbúðina og læt mixa próteinduftið mitt út í ís "haha" en BARA á nammidögum.
Ef þú ert einn af þeim sem eyðir 2 tímum plús í ræktinni þá er kominn tími að að setja upp hnitmiðað æfingaplan og fara eftir því! Tónlist í eyrun og áfram með smjörið, þú ert komin(n) í ræktina til að taka á því... Saumaklúbburinn getur beðið!
Anton Rúnarsson

