
Algeng mistök sem ætti að varast !

Ég verð að léttast! Ekki horfa bara á vigtina. Spegillinn, ummálsmælingar og fötin eru besti mælikvarðinn. Þú getur verið að bæta á þig vöðvum og tónast, en líkamsþyngdin gæri verið sú sama (jafnvel hærri). Það er hægt að léttast, en líkamsfitan gæti verið sú sama (vöðvarýrnun). Við viljum frekar minnka líkamsfitu og minnka ummál og komast í gott form án þess að horfa bara á vigtina !
Ég þyngdist um 1 kg !! Mjög eðlilegt að þyngjast um 1 kg á milli daga. Það getur verið t.d. vökvasöfnun og margt fleira. Það að stíga á vigt á hverjum degi er ekki marktækt. Fara í mesta lagi 1x í viku, langtíma mælingar eru marktækastar. Alltaf að stíga á vigtina á sama tíma dags og helst á sama vikudegi. Morgnarnir eru bestir.3. Ég ætla í megrun! Það eru útrunnar pælingar og niðurdrepandi lausnir. Þetta er eitthvað sem sést í tískutímaritum, en ekki í heilsutímaritum. Það sem viðkomandi upplifir er skortur á þeirri gleði sem á að fylgja því að komast í betra form. Fyrir utan að þetta er algjörlega skammtímalausn og í flestum tilvikum þyngist viðkomandi snögglega aftur. Við viljum réttar lausnir, njóta lífsins og langtíma árangur!Breyttan lífstíl, til framtíðar.
Ég verð á skíðavélinni ef þú þarft að finna mig! Endalaust hjakk í sömu hreyfingunni er alls ekki gott fyrir liðamótin. Verðum að vera dugleg að breyta til, sjokkera líkamann og ekki láta hann venjast hreyfingunni. Vera dugleg að breyta áherslum og halda líkamanum ferskum. Líkaminn þarf stöðugar breytingar til að lenda ekki í stöðnun. Við viljum heldur ekki venja líkamann á stöðugar brennsluæfingar, því þá stillir líkaminn sig inn á þær og fer að minnka sína eigin fitubrennslu. Hann fer að “stóla” á þessar æfingar og reiknar með þeim. Við viljum frekar “sjokkera” líkamann með brennsluæfingunum, þær eiga að vera algjörlega auka, en ekki eitthvað sem líkamanum finnst sjálfsagt.
Ég ætla að lifa á brennslutöflum til að grennast! Ekki rétt hugsun. Vera meðvitaður um þær vörur sem þú notar. Gott að leyta til læknis til öryggis áður en þeirra er neytt. Líkaminn bregst ekki eins við hjá öllum. Fitubrennslutöflur stuðla að fitubrennslu og vökvalosun, en því fylgir meira álag á hjartað. Ekki má nota þær að staðaldri, líkaminn venst þeim og hættir að bregðast við þeim. Gott að taka stöku sinnum með góðri hvíld á milli.
Ég ætla að fá sallat !! Sallat er mjög góð næring, laus við fitu, hitaeiningasnauð og full af næringu. En passið ykkur á allri olíunni, brauðteningunum, beikonbitunum og fetaostinum. Hnetur, fitusnauður ostur og baunir, eru mun betri kostir. Endilega bætið við kjúkling eða túnfisk.
Ég reyni að sleppa morgunmat! Morgunmatur er mikilvægasta máltíð dagsins. Þeir sem byrja daginn á því að fá sér góðan og hollan morgunmat eiga auðveldara með að léttast en þeir sem sleppa því að borða. Afhverju ? Vegna þess að eftir svefninn er líkaminn búinn að vera í “föstu” í 7-9 tíma og þá eru efnaskiptin mjög hæg. Með því að borða morgunmat þá kýliru upp efnaskiptin og þau fara á fullt að vinna úr næringunni. Hraðari efnaskipti = meiri brennsla. Morgunmatur kemur í veg fyrir að þú verðir svöng og borðir meira yfir daginn. Borða innan við 45 mín eftir að þú vaknar. Það hafa allir tíma til að borða morgunmat!
Ég geri kviðæfingar til að minnka ummál yfir mittið! Þú losnar ekki við líkamsfitu akkurat á þeim stað sem þú leggur áherslu á að lyfta. Líkaminn losar sig við líkamsfitu jafnt og þétt. Mataræði og brennsluæfingar hjálpa til við að minnka fituforða. Þó svo að lyftingaæfingar hjálpa til við fitubrennslu (stærri vöðvar = meiri brennsla) þá er mjög mikil fitubrennsla í að lyfta, og mikil eftirbrennsla einnig. En ekki er hægt að einblýna á einn ákveðinn part af líkamanum.
Ég lyfti ekki lóðum, ég vil ekki stækka!! Það virkar ekki þannig. Jú auðvitað styrkjumst við og tónum líkamann með lyftingaræfingum, en við eigum mjög erfitt með að stækka og þyrftum við að leggja mjög mikla áhreslu á vöðvauppbyggingu (þungt + fá reps) til eiga í þeirri hættu að stækka vöðvana. Þú ert betur á þig komin fyrir allskonar “hjask” á líkamann með að verja hann með vöðvum. Fyrir utan að bera sig vel.
Þetta er góð fita, ég má borða eins og ég vil af henni. Það er ekki rétt. Við þurfum að passa okkur á allri fitu sem við innbyrðum (mjög hitaeiningarík) og fara sparlega með alla olíu með við notum út á matinn.