
Sigurvegari eða fórnarlamb?
Tókstu "alveg sjálf/ur" meðvitaða ákvörðun um að breyta um lífstíl og koma þér í form? (skilgreini "form" í þessu tilviki á lækkun á fitu%, aukningu á vöðvamassa og aukið þol)
Þú ert núþegar orðinn sigurvegari einungis á því að taka þessa ákvörðun. EN þessari ákvörðun þarftu að fylgja eftir með ýmsum góðum ávana og breyttum lífsháttum .. þú þarft meðal annars að skipuleggja mataræðið sem felur í sér:
* Hvað þú átt að borða miðað við þín markmið
* Versla matinn
* Elda matinn
* Setja matinn í nestisbox
* Jú svo þarftu auðvitað að muna að borða matinn á réttum tíma :)
* Svo þarftu að stóla á sjálfan/nn þig í að mæta á æfingar og taka vel á því. Best er að hafa dagbók meðferðis og negla æfingavikuna niður; hvenær þú æfir og vera með markvisst æfingaprógramm.




Já þetta er vinna og skipulag sem við þurfum öll að temja okkur. En þá kemur stóra spurningin: Ert ÞÚ tilbúinn? til þess að vinna þessa vinnu og vera sátt/ur með þá ákvörðun sem þú tókst? Þú veist að þetta er ekki spretthlaup .. þetta er langhlaup og þar krefst þolinmæði. Ef þú ætlar þér að ná árangri og klára þín sett markmið, þá þarftu að vinna vinnuna og gera það með bros á vör .. því jú, það varst þú sem tókst þessa mjög svo skynsamlegu, skemmtilegu og krefjandi ákvörðun.
Passaðu þig á því að líta ekki á þig sem fórnarlamb þessarar ákvörðunar. Já þetta er vinna, þetta er skipulagning, þú þarft að standast freistingar, stundum er ekkert gaman að vera í hóp þar sem allir í kringum þig eru að pota í þig og "bögga" þig .. EN þú ert sigurvegarinn í þessum hóp! Líttu á það sem hrós ef fólk er að "bögga" þig. Í flestum tilvikum er það öfundsýki sem býr að baki þessara "bögga". Margir vilja vera í sömu sporum og þú .. en það er hrætt.
Kannski er það hrætt við að mistakast?
Gefðu öðrum von ..
Engum á að vera sama í hvernig líkamlegu formi hann er í. Við eigum aðeins einn líkama og við þurfum að hugsa vel um hann.
Spurðu sjálfan þig: Ertu fórnarlamb eigin ákvörðunar?
Það tekur enginn þessa ákvörðun fyrir þig. Þú verður að vera tilbúin/nn og standa með þér alla leið. Ekki leyfa þér að efast um eigin ákvörðun, það flækir bara málin.. Þetta er ekkert flókið. En það sagði enginn að þetta væri auðvelt .. hinvegar er það þín ákvörðun um að hafa gaman af þessu!
Finndu þinn innri styrk og vilja til að klára ferðalagið sem þú ákvaðst að byrja á ;)
En það mikilvægasta er að muna að njóta þess!!
Mundu að hver einasta freisting sem þú stenst ekki lengir ferðalagið þitt á meðan að hver einasta freisting sem þú stenst styrkir þig í að klára.
Elma Grettisdóttir einkaþjálfari